

Blóðug sál og barið hjarta
berjast enn án þess að kvarta
lengur ei sjá ljósið bjarta
lungu tætt og hugur nötrar
- fjandans fjötrar
Reika um í rökkri svarta
rekast þar á sálaparta
dæmdir sem í dauðann narta
djöfullinn þar blóð mitt sötrar
- fjandans fjötrar
berjast enn án þess að kvarta
lengur ei sjá ljósið bjarta
lungu tætt og hugur nötrar
- fjandans fjötrar
Reika um í rökkri svarta
rekast þar á sálaparta
dæmdir sem í dauðann narta
djöfullinn þar blóð mitt sötrar
- fjandans fjötrar