digrir dropar

drunginn drýpur af loftinu
digrum dropum svartnættis
draga þeir til sín
fagurlita veggina
umbreyta þeim í þykka skugga

stórt og áður bjart herbergið
þrengir að mér
fyllir mig bláum tómleika
með hverri hreyfingu
málningapensilsins

hviss hvass
svartir blóðdroparnir
ráða niðurlögum
lífs míns
framtíðin flýgur út um gluggann
 
Dýrlaug
1964 - ...
allur réttur áskilinn höfundi


Ljóð eftir Dýrlaugu

Á limminu
Dulítill hvolpur
Þokumistur
ÞÖGULT HRÓP
Móðurást
Aðeins þú
Dyr opnast
Hliðstæð veröld
Einstök sál
digrir dropar
Áhugi í þögninni
Hraðbraut (ó)gæfu
ef aðeins
ég er
von