Draumur veruleikans.
Ég opna gluggann, inn í nýja veröld,
þar sem bátur siglir í loftinu,
uppfullur af sólargeislum
sem hann hefur veitt í netið.

Sólin brosir. Þrátt fyrir sólargeislana
en fuglarnir í trjánum tístu saman,
ég loka glugganum,
og sé aðeins myrkrað herbergið
sem er uppfullt af draugum.
 
Lilja Björk
1984 - ...


Ljóð eftir Lilju Björk

Ævintýri
Draumur veruleikans.
Söknuður.
Er veruleikinn draumur?
Fyrigefðu
Tilgangur.
Árstíðinar
Mamma
Pabbi
Mánaskin