Ævintýri
Sólin brosir á heiðskírum himninum,
Rauðhetta hoppar um í skóginum,
og Hans og Gréta eru að borða piparkökuhús.

Trén eru leið er úlfurinn bankar á hurðina,
Þyrnirós sofnar í hundrað ár,
og kóngsdæturnar tólf gatslíta skónum.

En úlfurinn étur ekki ömmuna,
Hans og Gréta fá far heim á Svani,
og Þyrnirós vaknar.
 
Lilja Björk
1984 - ...
Er ekki skrítið hvernig allt gengur upp á endanum?


Ljóð eftir Lilju Björk

Ævintýri
Draumur veruleikans.
Söknuður.
Er veruleikinn draumur?
Fyrigefðu
Tilgangur.
Árstíðinar
Mamma
Pabbi
Mánaskin