FrostFugl

I

Við blámann af deginum
þegar sólin byrjar að skína
og allt verður svo bjart
að mig fer að svíða í augun
þá vilja smáatriði týnast
eins og þú sérð ekki
fuglinn sem sækist eftir ásjónu þinni


II

Augað þitt aflagast í frostauga
svo pírð af birtunni að það fer ekki í rétta mynd fyrr
en það fer að vora.
og fuglinn sem tætir ónýt reyniberin af trjánum
er pirraður yfir afskiptaleysi þinu
hann gæti viljað sá gulldrifin korn
á glitrandi snjónum.

III

En vitneskja þín nær ekki lengra
svo fremur eins og það sé sjálfsagt
að hann viti meira um þig
en þú um hann
þið eigið það eitt sameiginlegt að þola
það ekki þegar snjórinn þyrlast svona rétt
fyrir framan ykkur þannig þið blindist
og sjáið ekki neitt
 
Finney Rakel
1983 - ...
allur minn réttur áskilinn


Ljóð eftir Finney Rakel

Viðhald
FrostFugl
Kveðja til ástvinar
Hraun
Fjaður
sumar
hugarangur
27.október 2002 Sunday, Bloody Sunday
Hughrif
vængbrotinn
o f u r l i ð i
leigubílaferð
S22
Gleymdur lykill
Úrklæðsla
Persónuleikinn sem dó
Birting