skilningur
kraftmikill seiður hafsins
sem brotnar í þúsund mola
á klöppinni sem þreytist, breytist
kallar á þig, kallar á þig
þá hrollur fer um mig
sem rennur í gegn
droparnir hrynja, stynja
leka niður, leka niður
þú blikkar augum ótt
býst við öllu, en færð ekkert
herðir vangan, langan
endalaust, endalaust
en svo finnur þú að lífið er til
með kulda og fjarlægð
þegar straumur hafsins, krafsins
togar í þig, togar í þig
þú vaknar upp
og sérð svo vel
í gegnum mig, þig
þú vaknar, þú vaknar
og skilur loksins allt
sem brotnar í þúsund mola
á klöppinni sem þreytist, breytist
kallar á þig, kallar á þig
þá hrollur fer um mig
sem rennur í gegn
droparnir hrynja, stynja
leka niður, leka niður
þú blikkar augum ótt
býst við öllu, en færð ekkert
herðir vangan, langan
endalaust, endalaust
en svo finnur þú að lífið er til
með kulda og fjarlægð
þegar straumur hafsins, krafsins
togar í þig, togar í þig
þú vaknar upp
og sérð svo vel
í gegnum mig, þig
þú vaknar, þú vaknar
og skilur loksins allt
febrúar 2002
© Gestur
<a href="mailto:gestur@svaka.net">gestur@svaka.net</a>
<br>
© Gestur
<a href="mailto:gestur@svaka.net">gestur@svaka.net</a>
<br>