

Sólin sígur
afar hægt
en örugglega
til sjávar
og varpar
roðagylltum bjarma
á bárurnar og skýin.
Lítil börn
leika sér
í svartri fjörunni
með bjarmann
í bakgrunni
líkt og
lifandi skuggar
sem kallast á
í kyrrðinni.
Lágvær rödd
lítillar stúlku
hvíslar
þegar sólin
er sest
í hafið:
svona er sólbað
afar hægt
en örugglega
til sjávar
og varpar
roðagylltum bjarma
á bárurnar og skýin.
Lítil börn
leika sér
í svartri fjörunni
með bjarmann
í bakgrunni
líkt og
lifandi skuggar
sem kallast á
í kyrrðinni.
Lágvær rödd
lítillar stúlku
hvíslar
þegar sólin
er sest
í hafið:
svona er sólbað
Sólsetur í Gróttu - júlí 2003
allur réttur áskilinn höfundi
allur réttur áskilinn höfundi