Litla Ljót.
Lá í leyni lítil ljót,
langaði að gráta.
Í hnipri bakvið gamalt grjót,
geðveik lítil hnáta.

Lengdi eftir ást og frið,
ætlaði sér takmarkinu að ná.
Gekk í átt að fossaklið
í von um að komast öllu frá.

Stóð upp á hamrinum, hugsandi,
hvers skyldi hún sakna?
Henti sér niður, fljúgandi,
hvar skyldi hún vakna?  
Hrund Þórisdóttir
1979 - ...


Ljóð eftir Hrund

Verður varla verra
Litla Ljót.
Hún Urður.
Viskusmælki
Það sem krökkum dettur í hug
Hugarflugur
Pöbbarölt
Alveg sama
Arrgghh!!
Algleymi
Nauðgun
Ástleysi
Hringrás snáðanna