Hún Urður.
Aumkunarvert líf okkar
er bara hugarburður.
Allt tilbúningur skrýtinar konu
sem heitir Urður.
Sem ber bara út moggann
á föstudögum
og þess á milli safnar
skordýrum og furðusögum.
Hún ferðast um á fjallageit
sem hún fann í nærliggjandi sveit.
Og geitin étur sultukrukkur
því hún vill ekki fá hrukkur.
En Urður borðar þistilhjörtu,
kransakökur og halakörtu.
Svo hleypur hún um heiminn nakin
og líkaminn verður mosaþakinn.
Hún fer að sofa klukkan níu
en geitin klukkan tíu.
geitin sefur til fóta
og þær sælar saman hrjóta.
hugrenningar tilbúingsins...
.... Elsku gyðja, elsku Urður.
er ég bara þinn hugarburður?
Er allt líf mitt bara feik
sem þú samdir með þinni geit?
er bara hugarburður.
Allt tilbúningur skrýtinar konu
sem heitir Urður.
Sem ber bara út moggann
á föstudögum
og þess á milli safnar
skordýrum og furðusögum.
Hún ferðast um á fjallageit
sem hún fann í nærliggjandi sveit.
Og geitin étur sultukrukkur
því hún vill ekki fá hrukkur.
En Urður borðar þistilhjörtu,
kransakökur og halakörtu.
Svo hleypur hún um heiminn nakin
og líkaminn verður mosaþakinn.
Hún fer að sofa klukkan níu
en geitin klukkan tíu.
geitin sefur til fóta
og þær sælar saman hrjóta.
hugrenningar tilbúingsins...
.... Elsku gyðja, elsku Urður.
er ég bara þinn hugarburður?
Er allt líf mitt bara feik
sem þú samdir með þinni geit?
Seinnasta erindið er eftir Lottu vinkonu mína.