Nauðgun
Myrkur og þögn, hún þá ekki sá,
þrykktist grýtta götuna á.
Lafandi hrædd, liggur, henni brá,
ljóti kallinn henni var búinn að ná.

Haldið niðri, gat sig hvergi hreyft.
Ógnað með hnífi, blaðið hárbeitt.
Sá sér enga von, sagði ekki neitt.
Þeir sigri hrósandi höfð' ana meitt.

Marin og sár, stóð upp skjálfandi.
Þetta gat ekki verið satt, óhugsandi.
Hún gekk um göturnar, grátandi.
Þeir ganga um lausir, nauðgandi.

Minningin inn í drauma
hennar skerst.
Í svefni hún
enn við þá berst.
Með andköfum vaknar,
upp í rúmið sest,
óskar af öllu hjarta
þetta hefð' aldrei gerst.  
Hrund Þórisdóttir
1979 - ...


Ljóð eftir Hrund

Verður varla verra
Litla Ljót.
Hún Urður.
Viskusmælki
Það sem krökkum dettur í hug
Hugarflugur
Pöbbarölt
Alveg sama
Arrgghh!!
Algleymi
Nauðgun
Ástleysi
Hringrás snáðanna