

Lífið var mér óráðin gáta
séð í gegnum nálarauga
það var ekki fyrr
en ég komst sjálfur
í gegnum nálaraugað
að ég sá heiminn
í þeirri mynd sem hann er
og lífið í nekt sinni
gott var að sjá sannleikann
og enn nú betra
að ég var ekki úlfaldi
því þröngt var það.
séð í gegnum nálarauga
það var ekki fyrr
en ég komst sjálfur
í gegnum nálaraugað
að ég sá heiminn
í þeirri mynd sem hann er
og lífið í nekt sinni
gott var að sjá sannleikann
og enn nú betra
að ég var ekki úlfaldi
því þröngt var það.