

Ég gekk eftir götu
eða gata eftir mér
ég hefi það ei ennþá skilið
Við gengum saman gatan og ég
og hrösuðum bæði á litlu brosandi blómi
Ég gjörðist bráður
og skipti ekki lit
af ákafa stappaði á blómið
Mér fannst ég vera eltur
og leit snöggt við
og þarna stóð tunglið glottandi
ég vældi eftir hefnd
"Bara ég gæti stappað á tunglið"
STAPPAÐ á tunglið
stappað TUNGLIÐ
Stappað á tunglið
eða gata eftir mér
ég hefi það ei ennþá skilið
Við gengum saman gatan og ég
og hrösuðum bæði á litlu brosandi blómi
Ég gjörðist bráður
og skipti ekki lit
af ákafa stappaði á blómið
Mér fannst ég vera eltur
og leit snöggt við
og þarna stóð tunglið glottandi
ég vældi eftir hefnd
"Bara ég gæti stappað á tunglið"
STAPPAÐ á tunglið
stappað TUNGLIÐ
Stappað á tunglið
Antik fyrir Jónasa