Ungdómsþrá
Ég gekk eftir götu
eða gata eftir mér
ég hefi það ei ennþá skilið

Við gengum saman gatan og ég
og hrösuðum bæði á litlu brosandi blómi

Ég gjörðist bráður
og skipti ekki lit
af ákafa stappaði á blómið

Mér fannst ég vera eltur
og leit snöggt við
og þarna stóð tunglið glottandi

ég vældi eftir hefnd

"Bara ég gæti stappað á tunglið"

STAPPAÐ á tunglið
stappað TUNGLIÐ
Stappað á tunglið  
Rúnar Bergs
1958 - ...
Antik fyrir Jónasa


Ljóð eftir Rúnar Bergs

Ímyndun
Ástarljóð
Golgata
Úr minningum Sid Barret
Stáss
Saga
Sjómannadagsóráð
Ungdómsþrá

Ritskoðun
Bíll til sölu
Smári Jón og leiðinlegi kötturinn
neytakk