Sú tilfinning að frelsast
Ég hef aldrei þekkt slíkan mann áður.
Ég hélt alltaf að þeir væru menn
og að menn væru í hinu liðinu
á móti mér.
Ekki þó svo að skilja að mér þætti brotið á mér með einhverju móti.
Nei það vantar í mig allt keppnisskap.
Hins vegar var ég frelsaður inní hitt liðið líkt og maður sem tekinn er til skírnar í sértrúarsöfnuði ellegar ástfanginn Presley sem giftir sig í Vegas fyrir 18dollara.
Við vorum að ræða pólitík og mér tókst að sjá barnið í honum, síðan ræddum við um konur og hlógum báðir líkt og þroskaheftir gera þegar þeir verða glaðir yfir litlu. Þar næst tókum við tal saman um trúarbrögð og aðhylltumst báðir Búdda þó svo að við værum ekki alveg með neitt á hreinu en það sem við höfðum heyrt og séð í bíó svínvirkaði þannig að samtalið var bæði gefandi og fjölmenningarlegt.
Frelsunin.
Frelsunin átti sér stað þegar ég viðurkenndi fyrir honum að ég hefði oft lent í því að pissa á buxurnar mínar inná klósettum kaffihúsa.
Hann horfði spyrjandi í augu min, líkt og hann væri að sannreyna trúverðugleika tryggingarsala, síðan glaðnaði yfir honum og hann tók, léttur í spuna undir.
Já það er alveg óþolandi maður gengur inn i einhvern sal með vonarglampa í augum og lifsneistann brennandi í brjóstinu. Áður en maður veit af læðist maður hins vegar meðfram veggjum angandi af sígarettum bjor og þvagi.
Pissudropar á buxum, ljósum sumarbuxum, slökkva á hjartanu í þér og myrkva sálina og þú horfir á heiminn líkt og gyðingur yfir fjöldagröf.
Klaufaskapur er eitthvað sem veldur kátínu.
Pissudropar á buxum fullorðins manns bera þess glöggt vitni að maðurinn sér úrhrak.
Og viti menn ég er kominn í hitt liðið
eða heita liðið, þar sem allir pissa á buxurnar sínar og setjast þegjandi í sætin sín og leyfa veröldinni að halda áfram að snuast.
Ég hélt alltaf að þeir væru menn
og að menn væru í hinu liðinu
á móti mér.
Ekki þó svo að skilja að mér þætti brotið á mér með einhverju móti.
Nei það vantar í mig allt keppnisskap.
Hins vegar var ég frelsaður inní hitt liðið líkt og maður sem tekinn er til skírnar í sértrúarsöfnuði ellegar ástfanginn Presley sem giftir sig í Vegas fyrir 18dollara.
Við vorum að ræða pólitík og mér tókst að sjá barnið í honum, síðan ræddum við um konur og hlógum báðir líkt og þroskaheftir gera þegar þeir verða glaðir yfir litlu. Þar næst tókum við tal saman um trúarbrögð og aðhylltumst báðir Búdda þó svo að við værum ekki alveg með neitt á hreinu en það sem við höfðum heyrt og séð í bíó svínvirkaði þannig að samtalið var bæði gefandi og fjölmenningarlegt.
Frelsunin.
Frelsunin átti sér stað þegar ég viðurkenndi fyrir honum að ég hefði oft lent í því að pissa á buxurnar mínar inná klósettum kaffihúsa.
Hann horfði spyrjandi í augu min, líkt og hann væri að sannreyna trúverðugleika tryggingarsala, síðan glaðnaði yfir honum og hann tók, léttur í spuna undir.
Já það er alveg óþolandi maður gengur inn i einhvern sal með vonarglampa í augum og lifsneistann brennandi í brjóstinu. Áður en maður veit af læðist maður hins vegar meðfram veggjum angandi af sígarettum bjor og þvagi.
Pissudropar á buxum, ljósum sumarbuxum, slökkva á hjartanu í þér og myrkva sálina og þú horfir á heiminn líkt og gyðingur yfir fjöldagröf.
Klaufaskapur er eitthvað sem veldur kátínu.
Pissudropar á buxum fullorðins manns bera þess glöggt vitni að maðurinn sér úrhrak.
Og viti menn ég er kominn í hitt liðið
eða heita liðið, þar sem allir pissa á buxurnar sínar og setjast þegjandi í sætin sín og leyfa veröldinni að halda áfram að snuast.