Þokan
Læðist þokan
þykk og svört
hvít og hljóð
hlý og björt.
Hefur hún
hliðar tvær;
mistur kalt
en mjúkur blær.
Frjálsan hug
ég fel þér nú
í fjötra hann
svo færir þú.
Uns ég klíf
þann efsta tind
og ræð þá þína
réttu mynd.
Veröld þín
er vær og djúp
sveipuð helgum
himnahjúp.
Þér helguð er
mín hljóða sál
þá eignast þú
mitt undramál.
Með fagran sveip
þú flæðir hér
og svífur týnd
í sjálfri þér.
þykk og svört
hvít og hljóð
hlý og björt.
Hefur hún
hliðar tvær;
mistur kalt
en mjúkur blær.
Frjálsan hug
ég fel þér nú
í fjötra hann
svo færir þú.
Uns ég klíf
þann efsta tind
og ræð þá þína
réttu mynd.
Veröld þín
er vær og djúp
sveipuð helgum
himnahjúp.
Þér helguð er
mín hljóða sál
þá eignast þú
mitt undramál.
Með fagran sveip
þú flæðir hér
og svífur týnd
í sjálfri þér.