Vetrardætur
Bjarta nótt, þú býður góðan dag
og bærinn minn við himinbúann talar.
Svo vingjarnlegt er vorsins blíða lag
og vær er stúlkan smá er við mig hjalar.

Ekkert kvöld, aðeins morgunn vær.
Undur sæll er þessi ljúfi dagur.
Eilífðin er unaðslegur blær.
Eilífðin er þessi mjúki bragur.  
Jóhann Guðni Reynisson
1966 - ...


Ljóð eftir Jóhann Guðna Reynisson

Djásn
Lyngyndi
Vatnið
Ávextir
Þokan
Sólin og hafið
Glæsta jurt
Lífsgæðavalsinn
Þú
Vetrardætur
Þau
Amen