Götuvitar nátthrafna
Með áttavilltan áttavita sálarinnar
finn ég skjól undir götuvita í myrkrinu
frá myrkrinu
Líkt og skip sem fær skjól í vari
með leiðsögn frá sjálfsöruggum vita
frá skerjunum
Úfin þokan mjakar sér leið um myrkrið
og sviptir hulunni af eigin andliti í ljósinu
frá götuvitanum
Stingandi regndroparnir falla ekki af himninum
heldur hanga í þokunni í leit að frelsi
frá þokunni
Sæt lyktin af myrkrinu og þokunni og regninu
sníkir sér far með golunni
frá götunni
Þolinmóð golan ýtir öllu blíðlega á undan sér
og ég vona að hún nái að grípa sálina
frá mér
Eina hljóðið sem berst úr myrkrinu
er yfirþyrmandi ýlfrið sem kemur að innan
frá mér
Þegar ég yfirgef skjól götuvitans vona ég
að þú hafir orðið þar eftir í eilífu skjóli
frá mér  
ham
1982 - ...


Ljóð eftir ham

Hæka
Þetta kvöld
Skurður
Vormorgunn (einn á ferli)
Ógnarveður
Fiðrildið
Tvær um eina (hækur)
Ákallandi tilkynning
Hugarflug (hæka)
Fjandans fjötrar
Lífið er
Bak við skjáinn
Götuvitar nátthrafna
Ófagnaðarfundur
Sjálfsvorkunnaróð ljóð
Örlítil pæling varðandi líf mitt og tilgang þess
Spjöll
Heiðarleg ást
Fornleifar
Skot úr myrkri
Draumstafaljóð
Ég vil ekki sjá
Á Sprengjusandi
Vetrardagur
Aðfangadagsmorgunn
Rauð rós
Tanka
Einlæg ósk
Skáldgyðjan mín
Minningin um fyrsta kossinn okkar