Tvö pör
Sumar nætur sneri
hann augunum við
eins og krókódíll
Þá elskaði hann þig.
Þá spilaði hann sinfoníur
á líkama þinn, syndgaði.

Á morgnanna áður en hann
sneri sorgmæddur heim,
elskandi þig eina
þá lofaði hann.
Þá lást þú eftir með
grátstafinn í kverkunum,
tár hans á koddanum,
krókódílatár á koddanum þínum.

Þá vonaðir þú þó
þú vissir um leið
og hann lokaði dyrunum
að hann elskaði aðra
af öllu hjarta
með hinum augunum.  
Guðjón Bergur Jakobsson
1977 - ...


Ljóð eftir Guðjón Berg Jakobsson

Til minnis:
Leyndarmálið
Tvö pör
Dægrastytting
Sameining
Í dýragarði
Augu
Augnablik
Hringrás
Tveir skuggar
Lífið í blokkinni
Engill
Nóttin þín
Aðdáandi nr. 1
Hver er tilgangurinn ?
Gaman að þessu