Morgun einn fyrir nokkru, II hluti
“Oj!”
Ömurlegt að vakna svona snemma!
“Hvar er koddinn minn?”
Svakalegt þetta kolniðamyrkur.
Sé ekki baun.
“Ég er alltof stór fyrir svona!”
Ég hendi kringlótta, harða landsbankaendurskinsmerkinu
út í buskann.
Örmjótt ískrandi væl dynur í eyrum mér.
-Mmmjááá!
Ég hrekk við .
Bíll ekur framhjá.
-Brúúúmmm...
Ljósgeisli fellur á enduskinsmerkið
sem lýsir upp óhugnalegt fés ófreskju
á einu sekúndubroti.
Annað væl ómar.
Ég fyllist hrikalegri skelfingu.
Rýk burt í ofboði.
 
Katrín G.
1987 - ...


Ljóð eftir Katrínu G.

Leiðin til hamingjunnar
Haust vs. Vetur
Heimsendir
Morgun einn fyrir nokkru, I hluti
Morgun einn fyrir nokkru, II hluti
Morgun einn fyrir nokkru, III hluti
Morgun einn fyrir nokkru, IV hluti
Sálumessa sumarsins
Heimsendir?
Kaldlyndi
Innra með þér
Frosin árás
Fokkit
Sorg