Morgun einn fyrir nokkru, IV hluti
“Pála! Petra!
Komiði nú inn, litlu perlurnar mínar!”
Pála og Petra, kisulórur, líta hvor á aðra.
Þær hugsa það sama.
“Viðburðaríkur morgunn!”
“Satt er það!”
“Þrjár furðulegar mannverur!”
“Á sama morgninum!”
“Viðburðaríkur morgunn!”
“Svo sannarlega!”
Svo trítla þær tignarlega heim að húsinu.
 
Katrín G.
1987 - ...


Ljóð eftir Katrínu G.

Leiðin til hamingjunnar
Haust vs. Vetur
Heimsendir
Morgun einn fyrir nokkru, I hluti
Morgun einn fyrir nokkru, II hluti
Morgun einn fyrir nokkru, III hluti
Morgun einn fyrir nokkru, IV hluti
Sálumessa sumarsins
Heimsendir?
Kaldlyndi
Innra með þér
Frosin árás
Fokkit
Sorg