Sálumessa sumarsins
„Ó, grasið mitt græna,“
-grét lækjarspræna.

„Ó, grasið mitt gula,
góða, nú fer að kula.

Grasið mitt góða ei getur
grimman lifað af vetur.

Grasið mitt góða er farið,
í djúpan snjó það er grafið.

Ætíð skal ég eftir þér muna,“
-umlaði lækjarbuna.
 
Katrín G.
1987 - ...


Ljóð eftir Katrínu G.

Leiðin til hamingjunnar
Haust vs. Vetur
Heimsendir
Morgun einn fyrir nokkru, I hluti
Morgun einn fyrir nokkru, II hluti
Morgun einn fyrir nokkru, III hluti
Morgun einn fyrir nokkru, IV hluti
Sálumessa sumarsins
Heimsendir?
Kaldlyndi
Innra með þér
Frosin árás
Fokkit
Sorg