Næsti dagur
Ef ég sit við borðið og bendi á ljósið,
flýgur um mig straumur og ótti
sem alltaf koma með mér í rúmið á kvöldin.
Og við rífumst um sængina og svitnum alveg ógeðslega.
Á meðan er síminn í hleðslu,

Ef ég sit hér við borðið og bendi á ljósið,
finn ég fyrir efa og undrun
sem alltaf fara með mér í rúmið.
Og við sláumst um sængina og vöknum svo með andfælum.
Á meðan er síminn í hleðslu,

Ef ég sit við borðið og bendi á ljósið,
fer um mig löngun og lygar
sem alltaf koma með mér í rúmið á kvöldin.
Og við króknum úr kulda.
Á meðan er síminn í hleðslu.

Ef ég sit hérna við borðið og bendi á ljósið,
þá er það blekking og bölsýni
sem deyfir birtuna og ég fer í rúmið á kvöldin.
Og ég reyni að vefja um mig sænginni og ligg andvaka.
Á meðan er síminn í hleðslu.  
Stefán Hermannsson
1957 - ...


Ljóð eftir Stefán Hermannsson

Hvað ef.
Öryggi
Landamæri.
Stormviðvörun.
Fróð leikur
Hverfur?
Bundið fyrir augun.
Hefurðu heilsu?
Fyrirlestur (orðræpa)
Framburður
Stef
2.stef
Dagur 725
Næsti dagur
597?
Mig langaði svo.
Ef ég hugsa mig vel um.
Við erum, er það?
Verður allt að vera
Stjórnmál.
Umbúðarlaust