Viltu
Kristaltær
náttúran
opnar brjóstið sitt
sýnir mér
börnin sín
Englarnir
vilja leika sér

Perlurnar
sem hún geymir
opna nýja sýn
Loftleysið
frelsar mig
frá viðjum
mannheimsins

Góða nótt
litli fugl
við hittumst senn
hjá móðir náttúru
Hann einn veit
Af hverju
við erum
föst hérna  
Birgir Hrafn
1982 - ...


Ljóð eftir Birgi Hrafn

Ást og friður
Opnaðu
Gefðu

Viltu
Friður
Fljúgðu
Rósuljóð