597?
Ég horfi upp í himininn og stjörnurnar segja “hvar varstu” og ég var bara að reykja,
en vindillinn er svo lengi að brenna, ég komst ekki inn,
ég ætlaði að flýta mér inn en stjörnuhrapið brenndi mig upp til agna.
Hver er ég nú?
Logandi kominn af svölunum,
hæ, af vindlinum
laustur af stjörnu
Nú er ég annar, hver er ég,
farin í vinnuna, kem heim á kvöldin og borða kvöldmatinn og sofna vakna fer í vinnu, fitta í munstrið.
Hvar er 597?  
Stefán Hermannsson
1957 - ...


Ljóð eftir Stefán Hermannsson

Hvað ef.
Öryggi
Landamæri.
Stormviðvörun.
Fróð leikur
Hverfur?
Bundið fyrir augun.
Hefurðu heilsu?
Fyrirlestur (orðræpa)
Framburður
Stef
2.stef
Dagur 725
Næsti dagur
597?
Mig langaði svo.
Ef ég hugsa mig vel um.
Við erum, er það?
Verður allt að vera
Stjórnmál.
Umbúðarlaust