Ástin mín afhverju
Ástin mín særði mig í kvöld,
hún hélt framhjá mér.
Eina sem ég finn í hjartanu núna er kvöl,
því ástin mín er ekki hér.

Ástin mín er með öðrum manni núna,
í rúminu sem venjulega tilheyrir mér.
Ást mín til hennar ætti núna að fúna,
því ástin mín er ekki með mér heldur þér.

En ég get ekki hætt að elska ástina mína,
þótt hún sé núna í fanginu þínu.
Hún með yndislega brosið sitt fína,
ég vona að hún sjái eftir þessu allavega pínu.

Hvað á ég að gera á morgun,
á ég að segja henni að ég viti allt.
Ætli ástin mín biður um vorkunn,
og játi rétt um allt.

Ástin mín hvað á ég að gera núna,
á ég að taka þig í sátt.
Eða á ég að láta ástina fúna,
og leyfa þér að fara í rétta átt.

Ég hélt að við ættum eitthvað sérstakt saman,
en ekki svik og leiðindi.
Ég hélt að elska væri eitthvað gaman,
ég hélt að við stæðum hér saman.


 
Röskva
1984 - ...


Ljóð eftir Röskvu

Ástin mín afhverju
Við eldhúsborðið
Draumur á Jónsmessunótt
Andvaka
Fullkomin fegurð
Áttavillt
Höfuðverkur
Stjarnan mín
Sálartóm