Við eldhúsborðið
Ég nenni ekki neinu,
ég sit við eldhúsborðið,
reyki og drekk mitt kaffi.
Ég horfi á listann
með öllu sem þarf að gera,
en geri ekki neitt.

Ég veit að ég þarf listann að klára,
og það helst í dag.
Þrátt fyrir það
sit ég við eldhúsborðið,
reyki og drekk mitt kaffi.

Hvað á ég að gera,
hvernig fæ ég mig til að byrja
á öllu því sem þarf að gera.
Ég hugsa um þetta,
á meðan sit ég við eldhúsborðið,
reyki og drekk mitt kaffi.

Á meðan ég sit ég við eldhúsborðið,
reyki og drekk mitt kaffi.
Hugsa ég með mér,
kannski ég ætti að hætta,
að reykja og drekka mitt kaffi,
og fara að stað og reyna
að gera eitthvað með viti.
 
Röskva
1984 - ...


Ljóð eftir Röskvu

Ástin mín afhverju
Við eldhúsborðið
Draumur á Jónsmessunótt
Andvaka
Fullkomin fegurð
Áttavillt
Höfuðverkur
Stjarnan mín
Sálartóm