Áttavillt
Tárin renna heit niður vota vanga mína
Flóðið vill ekki hætta

Hvað gerði ég rangt
sagði ég eitthvað vitlaust
móðgaði ég þig á einhvern hátt

Þarftu að vera ein
má ég koma
viltu að ég fari

haltu mér
slepptu mér,
hvað á ég að halda
vilt mig
vilt mig ekki
hvers á ég að gjalda.  
Röskva
1984 - ...


Ljóð eftir Röskvu

Ástin mín afhverju
Við eldhúsborðið
Draumur á Jónsmessunótt
Andvaka
Fullkomin fegurð
Áttavillt
Höfuðverkur
Stjarnan mín
Sálartóm