

drungi og hrollur
hráslagalegur dagur
í febrúar
herskáir sýklar í hálsi
hefja stríð
heilagt
stríð
heilinn
er dofinn
hugsunin sljó
hárið blautt og kalt
hörundið þvalt
hrollur og hósti
hráslagalegur drungi
í augum
hráslagalegur dagur
í febrúar
herskáir sýklar í hálsi
hefja stríð
heilagt
stríð
heilinn
er dofinn
hugsunin sljó
hárið blautt og kalt
hörundið þvalt
hrollur og hósti
hráslagalegur drungi
í augum
18. febrúar 2004 - á leið úr vinnu
allur réttur áskilinn höfundi
allur réttur áskilinn höfundi