

Gagntekin þokumistri
sveif sálin
um flugvöll stórborgarinnar
nakin reyndi hún að ná í
tötra gamallar sálar
sem hún hafði týnt
inni í sér
Sál
um sál
frá sálnaflakki
hver um aðra
innan sömu sálna
allar hálf naktar
notandi hver aðra til
að hylja sig fyrir gegnumtrekk
í þokumistri heltekinnar hugsunar
á flugvelli
í ókunnri stórborg
þátíðarinnar
sveif sálin
um flugvöll stórborgarinnar
nakin reyndi hún að ná í
tötra gamallar sálar
sem hún hafði týnt
inni í sér
Sál
um sál
frá sálnaflakki
hver um aðra
innan sömu sálna
allar hálf naktar
notandi hver aðra til
að hylja sig fyrir gegnumtrekk
í þokumistri heltekinnar hugsunar
á flugvelli
í ókunnri stórborg
þátíðarinnar