Döggin
Ég ligg og strýk fingrunum eftir votu grasi.
Dropar á grönnum fingrum, tindrar á brosandi augu...
Sólgul blóm gægjast undan lyngi eins og feimin, djörf og hugrökk en feimin.
Flýti mér að hrifsa til mín síðustu döggina
á gulu krónublaði.
Morgunn.

3. apríl 04  
Þórey Ómarsdóttir
1983 - ...


Ljóð eftir Þórey Ómarsdóttur

Ást
Án nafns
Döggin
Án nafns
Á bak við
Hafið
Líf