Grátur eftir hlátur.
Þú varst mér sem dóttir.
Ég annaðist þig flesta daga
og einnig sumar nætur.
Ég sá þig þroskast dag frá degi.
Þú varst eins og lítið saklaust blóm,
blóm sem þráir ylinn.
Ég faðmaði þig
og líf mitt fylltist gleði.
Ég heyrði þig hlæja
og allt varð bjart.
Líf mitt virtist fullkomið.
En hlátur getur breyst í grátur
því þú varst tekin frá mér.
Ó hversu mikið ég sakna þín.
Og nú sit ég hér ein og græt,
ekki fyrir framan aðra
heldur græt ég hér í hjarta mér.
Græt yfir því að fá ekki að sjá þig aftur.
Eina huggun mín er sú
að nú líður þér vel..
....á himnum.