Tár rósarinnar
Einmanaleikinn grefur sig inn,
hjartað er brostið og vot er kinn.
Liggur og vakir, dagana langa
með rósrauð tár á vanga.
Sársaukinn nístir í hjarta og bein,
hræðsla við þá sem vinna þér mein,
hræðsla við myrkrið svanga
með rósrauð tár á vanga.
Allt það sem var, er ekki í dag.
Ekkert gengur þér lengur í hag.
Erfið er lífsins ganga
með rósrauð tár á vanga.
hjartað er brostið og vot er kinn.
Liggur og vakir, dagana langa
með rósrauð tár á vanga.
Sársaukinn nístir í hjarta og bein,
hræðsla við þá sem vinna þér mein,
hræðsla við myrkrið svanga
með rósrauð tár á vanga.
Allt það sem var, er ekki í dag.
Ekkert gengur þér lengur í hag.
Erfið er lífsins ganga
með rósrauð tár á vanga.