

Á stundum eftir storminn
þegar veðravonin
verður ekki meiri
en stafalogn
kviknar í brjóstinu
krefjandi löngun
af mætti minninganna
að standa í stafni
stefna á mið
sjá himinn og haf
fallast í faðma
kærleikans á kvöldrekinu
finna fiðringinn
alsæll á nafla alheimsins
að draga dágóðan
þann gula gráðugan.
þegar veðravonin
verður ekki meiri
en stafalogn
kviknar í brjóstinu
krefjandi löngun
af mætti minninganna
að standa í stafni
stefna á mið
sjá himinn og haf
fallast í faðma
kærleikans á kvöldrekinu
finna fiðringinn
alsæll á nafla alheimsins
að draga dágóðan
þann gula gráðugan.