

hún hallar höfðinu
mæðuleg
á svip
man ekki - man ekki
ó af hverju get ég ekki munað
stynur hún
æ oftar
situr svo
með angist í augunum
hallar undir flatt
og hristir höfuðið
út af gleymskunni
sem ágerist
og öllu því
sem hún man
að hún á að muna
mæðuleg
á svip
man ekki - man ekki
ó af hverju get ég ekki munað
stynur hún
æ oftar
situr svo
með angist í augunum
hallar undir flatt
og hristir höfuðið
út af gleymskunni
sem ágerist
og öllu því
sem hún man
að hún á að muna
maí 2004
allur réttur áskilinn höfundi
allur réttur áskilinn höfundi