Fokkit
Augnablik!
Ekki tala við mig
einmitt núna.

Ég er að bíða
eftir því að
andinn komi yfir mig.

Þetta er alveg að kom.
Ég finn gustinn
af vængjum andagiftarinnar.

Hei! Ekki fara framhjá!
Ég þarf líka hjálp!
Ekki gleyma mér.

Æ, ég bíð bara.
Hún hlýtur að koma aftur´
líkt og strætó kemur alltaf
á 20 mín. fresti.

Fimm mínútur, fjórar mítútur,
fer hún ekki að koma?
Ég er sko eiginlega að flýta mér!

Æ, fokkit.
Sleppum þessu bara.

Hvað ætlaðirðu að segja?  
Katrín G.
1987 - ...


Ljóð eftir Katrínu G.

Leiðin til hamingjunnar
Haust vs. Vetur
Heimsendir
Morgun einn fyrir nokkru, I hluti
Morgun einn fyrir nokkru, II hluti
Morgun einn fyrir nokkru, III hluti
Morgun einn fyrir nokkru, IV hluti
Sálumessa sumarsins
Heimsendir?
Kaldlyndi
Innra með þér
Frosin árás
Fokkit
Sorg