Ýr
Elsku besta hjartans Ýr,
þú varst mínar ær og kýr,
en mistökin þau voru mér dýr,
maður tímanum ekki til baka snýr.
Ég sýndi þér aldrei hvað í mér býr,
og brenndi að baki mér of margar brýr,
en nú hef ég ákveðið að skipta um gír,
og er orðinn maður nýr.
Ég er í dag sæll og hýr,
tíminn ekki lengur frá mér flýr,
þó er minn þróttur fremur rýr,
því hjarta mitt er vafið gaddavír.
þú varst mínar ær og kýr,
en mistökin þau voru mér dýr,
maður tímanum ekki til baka snýr.
Ég sýndi þér aldrei hvað í mér býr,
og brenndi að baki mér of margar brýr,
en nú hef ég ákveðið að skipta um gír,
og er orðinn maður nýr.
Ég er í dag sæll og hýr,
tíminn ekki lengur frá mér flýr,
þó er minn þróttur fremur rýr,
því hjarta mitt er vafið gaddavír.
Ég vil bara vekja athygli á því að þó svo að besta vinkona mín heiti Ýr þá er þetta ljóð algjör uppspuni frá upphafi til enda, það var bara samið í einhverju flippi þegar ég fór að velta því fyrir mér hversu skemmtilega mörg orð ríma við Ýr ;)
Samið í mars 2001.
Samið í mars 2001.