Morgun(ó)gleði (og dagurinn sem á eftir fylgdi)
Ég vaknaði í morgunn og á klukkuna leit,
hún sýndi ókristilegan tíma.
Skreið ég fram úr en um stólinn minn hneit,
baráttan við myrkrið er erfið glíma.

Að lokum ég ljósið sá,
ljósið á baðinu virtist ekki svo langt í burtu.
Ég lét ekki þreytuna á mig fá,
og ákvað að skella mér í sturtu.

Vatnið var djöfull lengi að hitna,
frostið í nóvember getur verið þrálátur fjandi.
Að minnsta kosti fór ég ekki að svitna,
þessi dagur var ekki á mínu bandi.

Coco Puffs át ég í morgunmat,
og gluggaði í DV í leiðinni.
Af morgunkorni át ég á mig gat,
skóflaði því í mig með skeiðinni.

Leiðin í skólann var hulin snjó,
ferðin virtist verða kvöl og pína.
En í fjarska heyrði ég að Jovana hló,
tók ég þá aftur gleði mína.

Klukkan átta settist ég við borðið mitt,
en Ásgeir var seinna að vanda.
Siggi var hins vegar samur við sitt,
mættur með fróðleik milli handa.

Loks um hádegisbil fengum við hlé,
héldu þá flestir heim.
Aðrir eyddu í mötuneytinu fé,
en maturinn bragðaðist eins og gömul reim.

Þegar ég kom loksins heimn sló klukkan fjögur,
mikið var ég feginn þá,
þolinmæði mín var orðin mögur,
af hverju má ég ekki bara sitja hjá ?  
Siggeir
1985 - ...
Nóvember 2000, heimaverkefni í íslensku ;)


Ljóð eftir Siggeir

Ýr
HIV og Afríka
Njótum ásta
Hjarta mitt er brotið
Skólaböl
Held ég elski þig...
Ástfanginn
Morgun(ó)gleði (og dagurinn sem á eftir fylgdi)
Óendurgoldin ást