Ýr
Elsku besta hjartans Ýr,
þú varst mínar ær og kýr,
en mistökin þau voru mér dýr,
maður tímanum ekki til baka snýr.

Ég sýndi þér aldrei hvað í mér býr,
og brenndi að baki mér of margar brýr,
en nú hef ég ákveðið að skipta um gír,
og er orðinn maður nýr.

Ég er í dag sæll og hýr,
tíminn ekki lengur frá mér flýr,
þó er minn þróttur fremur rýr,
því hjarta mitt er vafið gaddavír.
 
Siggeir
1985 - ...
Ég vil bara vekja athygli á því að þó svo að besta vinkona mín heiti Ýr þá er þetta ljóð algjör uppspuni frá upphafi til enda, það var bara samið í einhverju flippi þegar ég fór að velta því fyrir mér hversu skemmtilega mörg orð ríma við Ýr ;)
Samið í mars 2001.


Ljóð eftir Siggeir

Ýr
HIV og Afríka
Njótum ásta
Hjarta mitt er brotið
Skólaböl
Held ég elski þig...
Ástfanginn
Morgun(ó)gleði (og dagurinn sem á eftir fylgdi)
Óendurgoldin ást