Held ég elski þig...
Ég horfi oft á þig úr fjarska,
en þori þig ekki að nálgast.
Fegurð þín vex mér í augum.

Þú ert ein sú fallegasta vera,
sem ég hef augum litið,
fegurð þinni kann ég vart að lýsa.

Liðað hár þitt er sem silki
og augu þín glitra,
líkt og á himninum stjörnur tvær.

Bros þitt er með afbrigðum fagurt,
það færir heiminum hlýju,
að minnsta kosti það yljar mér.

Ég veit ekki hvort ég ætti þér þetta ljóð að sýna,
ég er hræddur við neitun, hræddur við höfnun,
en ______, ég héld ég elski þig.  
Siggeir
1985 - ...
Mars 2001


Ljóð eftir Siggeir

Ýr
HIV og Afríka
Njótum ásta
Hjarta mitt er brotið
Skólaböl
Held ég elski þig...
Ástfanginn
Morgun(ó)gleði (og dagurinn sem á eftir fylgdi)
Óendurgoldin ást