Kveðið í bakarahúsinu á Akureyri 1873
Örbirgðin mín kemst ekki í lóg,
eg hlýt að þola hana.
Bakarinn hefir brauðið nóg,
en brestur mig peningana.

Eg er nú setztur upp í hró,
allnærri kominn bana.
Langar í brauðið þarna þó;
það er af sultarvana.  
Hjálmar Jónsson frá Bólu
1796 - 1875


Ljóð eftir Hjálmar Jónsson frá Bólu

Ellikvæði
Þeir, sem lasta ljóðin mín
[Signor einn]
[H. heyrði eitt sinn lát ríkismanns nokkurs, sem hafði verið harðbýll og miskunnarlítill]
Afgangur af borgaðri skuld
Kveðið í bakarahúsinu á Akureyri 1873
Heimspekingurinn
Sálarskipið
Þjóðfundarsöngur 1851
Söngur fyrir Venus minni
Ferðalagið
Stirt um stef
Mannslát
Lífskjör skáldsins