[H. heyrði eitt sinn lát ríkismanns nokkurs, sem hafði verið harðbýll og miskunnarlítill]
Dó þar einn úr drengja flokk,
dagsverk hafði unnið,
lengi á sálar svikinn rokk,
syndatogann spunnið.
Hespaði dauðinn höndum tveim,
á hælum lögmáls strengdi,
bjó til snöru úr þræði þeim,
þar í manninn hengdi.
Er það gleði andskotans,
umboðslaun og gróði,
fémunir þá fátæks manns
fúna í ríkra sjóði.
Gegnum hættan heljar straum
huggaði sálu snauða,
ef þá silfurgjalda glaum
gleypti hlustin dauða.
dagsverk hafði unnið,
lengi á sálar svikinn rokk,
syndatogann spunnið.
Hespaði dauðinn höndum tveim,
á hælum lögmáls strengdi,
bjó til snöru úr þræði þeim,
þar í manninn hengdi.
Er það gleði andskotans,
umboðslaun og gróði,
fémunir þá fátæks manns
fúna í ríkra sjóði.
Gegnum hættan heljar straum
huggaði sálu snauða,
ef þá silfurgjalda glaum
gleypti hlustin dauða.