Brimið
Brimið skall á steinunum gráu
svettist sandinn á
hvar ertu?
ég ekkert nema óbyggðir sá
með augunum mínum bláu
þar sem óttinn allt um læddist
efa í mig tróð
hvar ertu?
ég ein á ströndinni stóð
starði skelfd í allar áttir og hræddist
hvass er vindurinn kaldi
hann kvelur mig
hvar ert?
ég freistaðist þess að finna þig
en skelfingu fylltist og sálina faldi
þýður er kári og sjórinn er kyrr
kvöldsólin gyllir ský
hvar varstu?
enn standa fótsporin fjörunni í
af hverju komst´ ekki fyrr?
svettist sandinn á
hvar ertu?
ég ekkert nema óbyggðir sá
með augunum mínum bláu
þar sem óttinn allt um læddist
efa í mig tróð
hvar ertu?
ég ein á ströndinni stóð
starði skelfd í allar áttir og hræddist
hvass er vindurinn kaldi
hann kvelur mig
hvar ert?
ég freistaðist þess að finna þig
en skelfingu fylltist og sálina faldi
þýður er kári og sjórinn er kyrr
kvöldsólin gyllir ský
hvar varstu?
enn standa fótsporin fjörunni í
af hverju komst´ ekki fyrr?