Lífið
Vetur kóngur vakir enn
verður þó á brottu senn
snjó af landi tekur
vaknar aftur vorsins blær
vinalegur bjartur skær
sumarsælu vekur.
Lömbin fæðast lítil strá
leita svo á fjöllin há
haustið ekki þekkja
stækka ört og stæra sig
stór öll verða fyrir þig
þú ert þau að blekkja.
slátrar þeim og sárt það er
sleikja útum flestir hér
hrygg og lærasteikur
lambið sem var brögðum beitt
borið er fram niðursneitt
sorg er lífsins leikur.