Hugleiðing sjóarans
Arðræningja ær og kýr
Eitthvað brask í landi
Og hamingjan í heiminum býr
Í hlutabréfum sem ei eru rýr
Og engin þar hætta á strandi.

En börnin litlu ei barma sér
Þó bágt sé hjá þeim út í heimi
Og á Íslandi fjölskylduhluturinn fer
Á færri hendur já því er nú verr
Þó betra líf okkur alltaf dreymi.

Er höldum við á hafið út
Heima bíður elskan okkar
Þar bíður oss í brælu og sút
Bras við verkun daginn út
Og ómögulegir kokkar.

En það er í lagi lengi vel
Lífið er svona meðalgrand
Öllum leiðist að ég tel
Og ef að fiskast ekki vel
Allir við færum í land.

Kaupið okkar er ei of hátt
allt þó landkrabbar lofa
Því er það orðin þjóðarsátt
Að það verði áfram lágt
Og verkalýðsforkólfar sofa.

En Íslenskir sjómenn erum við
Og eldhugar láta sig dreyma
fleyjinu okkar við skellum á skrið
og skundum á miðin þar fáum við frið
til að sakna allra vinanna heima
 
Haraldur Haraldsson
1954 - ...


Ljóð eftir Harald

Úr myrku djúpi
Ævintýri.
Jólavísur
Kveðja heim
Dagur í lífinu.
Óður til æskustöðva
Verslunarmannahelgin.
Lífið
Kjartan bóndi
Tryggðarbönd
Minning.
Til mömmu
Jólavísa
Hjá þér ríkur ég er
Tréð mitt í garðinum
Hugleiðing sjóarans
Betra Líf
Nýtt líf
Landið mitt
Trúarljóð
Landið mitt fagra
Ríkisstjórn (Til minningar)
Haust
Jólavísa 2010
Lækurinn
Vagga Lífsins