Vagga Lífsins
Ó þær björtu Bitru nætur,
bera ilm þinn grænu strá,
minningar sem gamall grætur,
góðar stundir voru þá..

Nú haustar að og harður garri,
hrekur um hin dimmu ský.
Hamingju leitar hugur fjarri,
heim í sveitina á ný.

Liðnu árin löng var glíma,
lífið gott í fjallasal.
Hugsa oft um horfna tíma
Og horfi fram í Brunngilsdal.

Æskuslóð mig er að dreyma,
ættar jörð þú ert mín trú.
Vildi að ég væri heima,
vagga lífs míns það ert þú.  
Haraldur Haraldsson
1954 - ...
Saknaði heimahagana í haust sem leið.


Ljóð eftir Harald

Úr myrku djúpi
Ævintýri.
Jólavísur
Kveðja heim
Dagur í lífinu.
Óður til æskustöðva
Verslunarmannahelgin.
Lífið
Kjartan bóndi
Tryggðarbönd
Minning.
Til mömmu
Jólavísa
Hjá þér ríkur ég er
Tréð mitt í garðinum
Hugleiðing sjóarans
Betra Líf
Nýtt líf
Landið mitt
Trúarljóð
Landið mitt fagra
Ríkisstjórn (Til minningar)
Haust
Jólavísa 2010
Lækurinn
Vagga Lífsins