Ævintýri.
Fallega á þig sólin skín
sælueyjan er í minni
er ég leit í augun þín
ungur varð í annað sinni.

Víst mér þótti vænt um þig
vanga þinn strauk með höndinni
ung og fögur þú fangaðir mig
flatmagandi á ströndinni.

Brúnu augun brostu þín
brimið söng um himingeiminn
dásamleg sem drottning mín
dróstu mig inn í töfraheiminn.

Lífið allt svo lifandi var
leið í örvandi straumi
ánægjustund ég átti þar
uns ég vaknaði af draumi.

HarHar  
Haraldur Haraldsson
1954 - ...
ort á sælueyjunni Ko Samui á Thailandi.


Ljóð eftir Harald

Úr myrku djúpi
Ævintýri.
Jólavísur
Kveðja heim
Dagur í lífinu.
Óður til æskustöðva
Verslunarmannahelgin.
Lífið
Kjartan bóndi
Tryggðarbönd
Minning.
Til mömmu
Jólavísa
Hjá þér ríkur ég er
Tréð mitt í garðinum
Hugleiðing sjóarans
Betra Líf
Nýtt líf
Landið mitt
Trúarljóð
Landið mitt fagra
Ríkisstjórn (Til minningar)
Haust
Jólavísa 2010
Lækurinn
Vagga Lífsins