Úr myrku djúpi

Draum úr myrku djúpi skanna
dragast skýin sólu frá
djúpt í móðu minninganna
mömmu og pabba er ég hjá.

Fram í dalsins fögru hlíðum
ferðalag um draumalönd
sumardvöl í sveitinni tíðum
sælutíð þá fór í hönd.

Lítill fugl við lækinn hjalar
lóan syngur dirrindí
kýrnar baula og kisan malar
kærleiksfaðmi er ég í.

Þakklátur er ömmu og afa
ungur fékk ég ást hjá þeim
lífs í nesti létu mig hafa
loforð guðs um betri heim.

HarHar  
Haraldur Haraldsson
1954 - ...


Ljóð eftir Harald

Úr myrku djúpi
Ævintýri.
Jólavísur
Kveðja heim
Dagur í lífinu.
Óður til æskustöðva
Verslunarmannahelgin.
Lífið
Kjartan bóndi
Tryggðarbönd
Minning.
Til mömmu
Jólavísa
Hjá þér ríkur ég er
Tréð mitt í garðinum
Hugleiðing sjóarans
Betra Líf
Nýtt líf
Landið mitt
Trúarljóð
Landið mitt fagra
Ríkisstjórn (Til minningar)
Haust
Jólavísa 2010
Lækurinn
Vagga Lífsins