Kjartan bóndi
Hugur leitar heim til þín
heyrist sungið lag
þar sem fögur fjallasýn
faðmar þig í dag.
Jörðu þína ræktar þú
þannig auðgast fold
ástkært hefur eignast bú
okkar fósturmold.
þúfum breyttir þú í tún
það var mikið verk
þá á Blesa upp á brún
baráttan var sterk.
Ei er lífið alltaf vor
er því stundum hark
gengnu spor þín geyma þor
geyma mikinn kjark.
öll þín störf og öll þín tryggð
eilífð meta kann
söngur þagnar seint í byggð
sem á slíkan mann.
Ort til elsku frænda míns Kjartans Ólafssonar Með eilífðar þakklæti um ókominn aldur.