Úr Sögu(m)óð(um) ævintýrið ákveðið
Siglir fley,
fyrir þey,
fram það stefnir sér.

Menn það ber,
sem betur fer,
beint að Íslands strönd.

Í heimi nýja,
helsi flýja,
hetjur er stýra rétt.

Frelsi vilja,
vel sem skilja,
vættir allar góðar hér.

Verkin frækin,
fræg skyldurækin,
framkvæmir iðin hönd.

Einn Arnarson,
Ingólfs von,
allt er hans niðjum létt.

Hefðir lög,
lítil drög,
lifum eftir öðru vér.

Magna ei ekka,
mikið þeir drekka
mjöð, kveða og nema lönd.

Háreist bú,
byggja hjú,
býr hér stétt með stétt.  
Fr. J. Áls
1977 - ...
Í umræðu um landafunda afmæli 2000
velti maður fyrir sér hvort sé merkara;
land sem byggðist og er enn í byggð og
flest í lífi þeirra sem þar nú búa hefur verið ritað um
eða
byggðir sem lögðust af einhverntíman í fyrndinni
og fátt er vitað um.


Ljóð eftir Fr. J. Áls

101 RVK - 17. júní 2001
Óspakseyri
Rækjuregn -bara ef svo væri
Bitlingamaðurinn
Frjáls samkeppni ehf.
lofið orðið orð
Samhengi mótsagna
æði - gæði - hæði
Ungfrú Akureyri???
Eðalguðaveigar eður eitur?
G - Súr(s)
XXX-naz á ferð um landið
Göfga öfgar ?
Þrætugirni
Argaþras um arf
slæmar fréttir að utan
Fyrsta skrefið
Til tölvunnar, kerfisins og starfsfólksins
Spurningur
Úr Sögu(m)óð(um) Þorgeirsvaka
Úr Sögu(m)óð(um) ævintýrið ákveðið
Úr Sögu(m)óð(um) þrengingar
Qýz - Cauz - Kozið
Hljóðneminn á Austurvelli opinn
Úr sögu(m)óð(um) pústrar, ærsl og læti
Kosningarétturinn heiðraður á kvenréttindadegi
Stofnfundarstaka
Mulningur
Yfirlegulaust
Héraðið
Nokkurn vegin
Pakkhússsyndir
Vinir
Örari
Þú, fyrir þig, handa þér, til þín
Dalurinn svell kaldi
Mázatlan
jóðl Kela kalls Flóka-nafna
Ingólfsfóstur