Bitlingamaðurinn
Bitlingamaðurinn
þiggur ríkisstyrki

Þarna er merkur fundur
hann verð ég að sækja
þar má leita skækja

verð dólgur í vélinni
sef undir ræðunum
lýg svo heima að hræðunum
ég flý ekki úr skelinni

Bitlingamaðurinn
kominn er á spenann
ríf ei kjaft á meðan
gleymd er frelsis senan

Bitlingamaðurinn
betlar fleiri styrki

Risna,
dagpeningar,
bílastyrkur,
laun
allt fer þetta í súginn

Bitlingamaðurinn
bölvar þér öryrki
Bitlingamaðurinn
þiggur svaka styrki

Þarna fer hann utan, á stóra fundinn
finnst mér betra, að senda hundinn

Bitlingamaðurinn
betlar fleiri styrki
Bitlingamaðurinn
er alkinn virki

Bitlingamaðurinn
kostaður af mér & þér
ei gagn af honum höfum vér

Bitlingamaðurinn
þiggur svaka styrki

Þarna fer hann utan, á fína fundi
sá til að orðspor okkar
erlendis hrundi
á þessum fundi.
Mislitir sokkar,
mæddur eftir fyllerí
með magakveisu
í mórauðri lopapeysu.
Útlendingar
með endalausar bendingar,
þreyttan & þrútinn
þekkja kvenmanslausan hrútinn.

Bitlingamaðurinn
þiggur af þér fé

Bitlingamaðurinn
keypti sér hóru
& hóran hún minnti
-ekki á frú Þóru

Þetta fá að vita
þeir sem fundi sitja
Þetta fá að vita
þeir sem fundi sitja
og óttast hækkandi hita

Að vera Bitlingamaðurinn
það er ekkert spé
Því Bitlingamaðurinn
þiggur af þér fé
 
Fr. J. Áls
1977 - ...
Uppfærsla á manni Megasar haustið 2000 - en virðist e.t.v. eiga betur við aðra og aðrar aðstæður.
En þess skal þó getið til að taka af öll tvímæli að persónur, leikendur, atburðir sem og aðrar myndlíkingar auk staðarnafna og hugmynda sem getið er hér að ofan eru alfarið hugar(út)burður höfundar og eiga sér hvorki nokkra stoð í raunveruleikanum né einmannaleikanum.


Ljóð eftir Fr. J. Áls

101 RVK - 17. júní 2001
Óspakseyri
Rækjuregn -bara ef svo væri
Bitlingamaðurinn
Frjáls samkeppni ehf.
lofið orðið orð
Samhengi mótsagna
æði - gæði - hæði
Ungfrú Akureyri???
Eðalguðaveigar eður eitur?
G - Súr(s)
XXX-naz á ferð um landið
Göfga öfgar ?
Þrætugirni
Argaþras um arf
slæmar fréttir að utan
Fyrsta skrefið
Til tölvunnar, kerfisins og starfsfólksins
Spurningur
Úr Sögu(m)óð(um) Þorgeirsvaka
Úr Sögu(m)óð(um) ævintýrið ákveðið
Úr Sögu(m)óð(um) þrengingar
Qýz - Cauz - Kozið
Hljóðneminn á Austurvelli opinn
Úr sögu(m)óð(um) pústrar, ærsl og læti
Kosningarétturinn heiðraður á kvenréttindadegi
Stofnfundarstaka
Mulningur
Yfirlegulaust
Héraðið
Nokkurn vegin
Pakkhússsyndir
Vinir
Örari
Þú, fyrir þig, handa þér, til þín
Dalurinn svell kaldi
Mázatlan
jóðl Kela kalls Flóka-nafna
Ingólfsfóstur